Þjónusta okkar

ALÍSA býður sérhæfða fjármögnunarþjónustu vegna kaupa á ýmiskonar búnaði til atvinnurekstrar eða afþreyingar, allt frá bifreiðum og vinnuvélum til sérhæfðra tækja og annars vélbúnaðar.
Stefna ALÍSU er að þjóna litlum og meðalstórum fyrirtækjum með því að koma að fjármögnun atvinnutækja sem gerir þeim kleift að vaxa og sækja fram á sínum markaði.
Dæmi um fjármögnunarverkefni sem ALÍSA kemur að:
Þjónusta okkar

ALÍSA býður sérhæfða fjármögnunarþjónustu vegna kaupa á ýmiskonar búnaði til atvinnurekstrar eða afþreyingar, allt frá bifreiðum og vinnuvélum til sérhæfðra tækja og annars vélbúnaðar.
Stefna ALÍSU er að þjóna litlum og meðalstórum fyrirtækjum með því að koma að fjármögnun atvinnutækja sem gerir þeim kleift að vaxa og sækja fram á sínum markaði.
Dæmi um fjármögnunarverkefni sem ALÍSA kemur að:

Atvinnubílar
ALÍSA býður upp á fjármögnun vegna kaupa á fólksflutningabifreiðum, sendibifreiðum, vörubifreiðum sem og annarskonar sérhæfðum bifreiðum. Að jafnaði er miðað við allt að 80% lánshlutfall án virðisaukaskatts. Hvert tilfelli er skoðað fyrir sig og í tilfelli ódýrari atvinnubíla er hægt að fá allt að 100% fjármögnun en þá gegn sjálfskuldarábyrgð eigenda að hluta til.

Bílar og önnur farartæki
ALÍSA býður upp á fjármögnun vegna kaupa á fólksbifreiðum, leigubifreiðum, minni sendiferðabifreiðum, beltatækjum og annarskonar farartækjum. Lánstími getur að hámarki verið 78 mánuðir ef um nýja bifreið er að ræða og lánshlutfall getur verið allt að 80%.

Byggingatæki
ALÍSA býður upp á fjármögnun vegna kaupa á ýmiskonar búnaði í tengslum við byggingar og mannvirkjagerð, allt frá smáum vinnuvélum til stórra tækja.

Ferðavagnar, afþreying & tómstundir
ALÍSA býður upp á fjármögnun vegna kaupa á ferðavögnum, mótorhjólum og ýmsum öðrum tækjum sem hugsuð eru til tómstunda notkunnar.

Iðnaður
ALÍSA býður upp á fjármögnun vegna kaupa á ýmiskonar búnaði í tengslum við iðnað og framleiðslu, hvort heldur sem er að ræða vinnslulínur, róbóta eða annarskonar búnað fyrir iðnaðarframleiðslu. Skilyrði er að hægt sé að aðgreina búnaðinn frá öðrum búnaði og veðsetja hann sérstaklega.

Landbúnaður
ALÍSA býður upp á fjármögnun vegna kaupa á ýmiskonar búnaði og tækjum fyrir landbúnað, allt frá einföldum vinnuvélum yfir í sérhæfð tæki, svo sem mjaltaróbóta.

Atvinnubílar
ALÍSA býður upp á fjármögnun vegna kaupa á fólksflutningabifreiðum, sendibifreiðum, vörubifreiðum sem og annarskonar sérhæfðum bifreiðum. Að jafnaði er miðað við allt að 80% lánshlutfall án virðisaukaskatts. Hvert tilfelli er skoðað fyrir sig og í tilfelli ódýrari atvinnubíla er hægt að fá allt að 100% fjármögnun en þá gegn sjálfskuldarábyrgð eigenda að hluta til.

Bílar og önnur farartæki
ALÍSA býður upp á fjármögnun vegna kaupa á fólksbifreiðum, leigubifreiðum, minni sendiferðabifreiðum, beltatækjum og annarskonar farartækjum. Lánstími getur að hámarki verið 78 mánuðir ef um nýja bifreið er að ræða og lánshlutfall getur verið allt að 80%.

Byggingatæki
ALÍSA býður upp á fjármögnun vegna kaupa á ýmiskonar búnaði í tengslum við byggingar og mannvirkjagerð, allt frá smáum vinnuvélum til stórra tækja.

Ferðavagnar, afþreying & tómstundir
ALÍSA býður upp á fjármögnun vegna kaupa á ferðavögnum, mótorhjólum og ýmsum öðrum tækjum sem hugsuð eru til tómstunda notkunnar.

Iðnaður
ALÍSA býður upp á fjármögnun vegna kaupa á ýmiskonar búnaði í tengslum við iðnað og framleiðslu, hvort heldur sem er að ræða vinnslulínur, róbóta eða annarskonar búnað fyrir iðnaðarframleiðslu. Skilyrði er að hægt sé að aðgreina búnaðinn frá öðrum búnaði og veðsetja hann sérstaklega.

Landbúnaður
ALÍSA býður upp á fjármögnun vegna kaupa á ýmiskonar búnaði og tækjum fyrir landbúnað, allt frá einföldum vinnuvélum yfir í sérhæfð tæki, svo sem mjaltaróbóta.
Fjármögnun

Almennt um fjármögnun hjá ALÍSU hf. Fyrirkomulag fjármögnunar hjá ALÍSU er með þeim hætti að lántaki gefur út skuldabréf með veði í því lausafé sem um ræðir, hvort sem það er bifreið, vinnuvél eða annarskonar tæki. Skuldabréfinu er þinglýst á 1. veðrétt.
Um er að ræða óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, byggðum á eins mánaðar REIBOR vöxtum auk vaxtaálags sem tekur mið að lánshæfismati lántaka sem og veðhlutföllum, þ.e.a.s. hversu hátt lán er hlutfallslega miðað við verðmæti hins veðsetta lausafjár.
Lánstími getur verið allt að 78 mánuðir.
Vinsamlega sendið okkur fyrirspurn og við gerum tilboð í fjármögnun.