Um okkur

ALÍSA hf. – kennitala 510418-3950
Sundagarðar 2, 104 Reykjavík, 3. hæð

ALÍSA veitir almenn bílalán, tækja- og vélafjármögnun fyrir einstaklinga og lítil og meðalstór fyrirtæki.

Félagið var stofnað í maí 2018. ALÍSA er dótturfélag ALM Verðbréfa hf. (kt. 450809-0980).  Framkvæmdastjóri félagsins er Birgir Birgisson, birgir@alisa.is

Fjármögnun ALÍSU er í formi veðskuldabréfa sem tryggð eru með veði í lausafé, hvort heldur sem eru bílar, vinnuvélar eða annarskonar vélbúnaður. Við ákvörðun með fjármögnun er horft til lánshæfiseinkunnar útgefanda, veða og fjárhagskvaða.

Almennur fyrirvari

Upplýsingar birtar á vef ALÍSU hf. eru samkvæmt bestu vitund félagsins á hverjum tíma. Þær eru ekki ráðleggingar til viðskiptavina og því getur félagið ekki tekið ábyrgð á viðskiptum sem gerð eru á grundvelli þeirra. ALÍSA hf. ber í engum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af þeim upplýsingum sem birtar eru á vef félagsins, né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vefnum. Þá ber ALÍSA hf. ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn, um skemmri eða lengri tíma.

Fyrirvari vegna tölvupósts

Efni tölvupósts, sem og skjala og gagna sem send eru sem viðhengi, kann að vera trúnaðarmál og er eingöngu ætlað þeim sem tölvupósturinn er stílaður á. Misnotkun getur varðað bótaábyrgð og refsingu, auk þess sem viðtakanda ber samkvæmt gildandi fjarskiptalögum að tilkynna sendanda hafi tölvupósturinn eða viðhengi hans ranglega borist honum. Vinsamlegast eyðið tölvupóstinum og viðhengjum í slíkum tilvikum. Efni tölvupóstsins, skjala og gagna sem send eru sem viðhengi er á ábyrgð sendanda ef það tengist ekki starfsemi ALÍSU hf.