Vextir lána

Vextir lána

Vextir bíla – og tækjalána ALÍSU eru breytilegir þar sem vaxtafótur er 1 mánaðar Reibor vextir plús fast álag. Reibor vextir geta breyst og eru skráðir daglega á síðu Seðlabanka Íslands.

Greiðsluáætlun

Greiðsluáætlun miðast við vexti í upphafi láns. Ef Reibor vextir breytast þá hefur það áhrif á framtíðargreiðslur af láninu.

Verðskrá

Spurningar og svör

Hvað hefur áhrif á lánskjör og upphæð lána?

Lánshæfi greiðanda hefur áhrif á endanleg lánakjör og þá sérstaklega lánstíma og upphæð láns. Aldur bifreiðar eða tegund bifreiða/tækja hefur einnig áhrif.

Hvað er hægt að fá langt lán á bifreið?

Miðað er við að lánstími og aldur bifreiðar fari ekki yfir 12 -15 ár (fer eftir lánshæfi og tegund bifreiðar). Hámarks lánstími er 7 ár.

Er hægt að greiða upp lán?

Já það er hægt, senda skal á bakvinnsla@alisa.is beiðni um stöðu láns og greiðslufyrirmæli.

Get ég greitt inn á lán?

Já, ef það er gert er mikilvægt að í tilvísun millifærslu komi fram bílnúmer/fastanúmer. Ef lánið er í skilum fer greiðslan fyrst inn á áfallna vexti og síðan höfuðstól. Ef greitt er í upphafi mánaðar fer greiðslan að mestu inn á höfuðstól.

Hver er munurinn á jafngreiðsluláni og almennu láni?

Jafngreiðslulán miðast við að greiða sömu mánaðarlegu upphæðina (m.v. að vextir breytist ekki) af láninu. Þannig er stærri hluti greiðslunnar í upphafi vextir en greiðsla inn á höfuðstol láns lægri. Í almennu láni er jöfn afborgun af láni í hverjum mánuði þ.a. greiðslubyrði er hærri í upphafi en lægri þegar líður á lánið (vaxtagreiðsla minnkar).